Ravel Morrison, fyrrum undrabarn Manchester United, virðist ekki getað fundið sér endanlegt félag.
Nú er greint frá því að Wayne Rooney, stjóri DC United, sé búinn að fá nóg af Morrison og hafi ekki áhuga á að nota hann í MLS deildinni.
Morrison er þrítugur að aldri en hann lék með DC 2022 og skoraði tvö mörk í 14 leikjum. Fyrir það var leikmaðurinn hjá Derby og vann þar með Rooney.
Samkvæmt nýjustu fregnum verður Morrison ekki hluti af leikmannahópi DC United fyrir tímabilið í MLS deildinni sem fer að hefjast.
Morrison hefur spilað örfáa leiki undanfarin ár en hann var talinn einn efnilegasti leikmaður Englands á sínum tíma.
Síðan 2015 hefur Morrison spilað fyrir níu mismunandi félög en aldrei náð að festa sig í sessi.