Fulham 1 – 1 Wolves
0-1 Pablo Sarabia(’23)
1-1 Manor Solomon(’64)
Eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en spilað var á Craven Cottage.
Wolves nældi sér í mikilvægt stig í fallbaráttunni en Fulham missti af tækifæri á að komast við hlið Newcastle í fimmta sæti.
Pablo Sarabia skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Wolves en Manor Solomon jafnaði metin fyrir Fulham í seinni hálfleik.
Wolves er með 24 stig í 15. sætinu, fjórum stigum frá fallsæti og er Fulham þremur stigum frá Meistaradeildarsæti.