Miguel Almirón hefur skrifað undir nýjan þriggja og hálfs árs samning við Newcastle. Félagið staðfestir þetta.
Tíðindin gleðja stuðningsmenn Newcastle sem undirbúa sig nú fyrir úrslitaleik deildarbikarsins á sunnudag.
Almirón hefur blómstrað hjá Newcastle eftir að Eddie Howe tók við liðinu en fyrir það hafði hann upplifað erfiða tíma.
Almirón er 29 ára gamall og kemur frá Paragvæ en hann gekk í raðir Newcastle í janúar fyrir fjórum árum.
„Ég er mjög ánægður með að framlengja dvöl mína hjá Newcastle,“ segir Almirón.
„Mér líður eins og heima hér í borginni, mér var vel tekið og líður eins og hluti af fjölskyldu. Ég er mjög ánægður.“