Netverjar keppast nú við það þessa stundina að velta fyrir sér vítaspyrnudómi sem átti sér stað á Old Trafford í seinni leik Manchester United og Barcelona í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.
Clement Turpin, dómari leiksins virtist viss í sinni sök og benti beint á vítapunktinn þegar að barátta Bruno Fernandes, leikmanns Manchester United og Alejandro Baldé, leikmanns Barcelona varð til þess að Baldé féll til jarðar innan teigs.
Ekki var að sjá að atvikið væri skoðað í VAR-sjánni en það var Robert Lewandowski sem steig á vítapunktinn og skoraði fram hjá Davi de Gea í marki Manchester United.
Kjartan Henry Finnbogason, einn af lýsendum leiksins á Viaplay var á því að um harðan dóm væri að ræða á meðan að Hörður Magnússon sagði vítaspyrnudóminn umdeildan.
Sjá má atvikið hér fyrir neðan og dæmi nú hver fyrir sig:
Bruno Fernandes foul on Alejandro Baldé! The referee say is a penalty, good decision? #MUNBAR
— Reyi (@Reinaldodcg9) February 23, 2023