Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal hefur verið gagnrýndur fyrir hegðun sína á hliðarlínunni í leikjum Arsenal, þar á meðal mótmælum sínum í garð dómarateymisins þegar ákvarðanir falla ekki með Arsenal. Þá var hann sakaður um að hæðast að dómara leiksins 4-2 sigri Arsenal á Aston Villa.
Spánverinn hefur verið sagður vera skömm fyrir Arsenal og þá hefur hann einnig verið kallaður trúður en Ally McCoist, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu sem og knattspyrnulýsandi, telur hins vegar að hegðun Arteta sé að hjálpa Arsenal.
,,Ég sé ekki hvert vandamálið er við þetta,“ sagði McCoist í viðtali hjá talkSPORT. ,,Það eru margir sem hafa gagnrýnt hann en ég sé ekki vandamálið.
Hann er ábyggilega að gera þetaviljandi. Ég tel að hann verði að skapa smá hamagang svo stuðningsmennirnir sjái hversu mikils virði þetta starf er honum.“
Þetta hafi meðal annars leitt til þess að Emirates leikvangurinn, heimavöllur Arsenal, sé orðið að vígi.
,,Þetta er allt annar leikvangur núna.“
Arsenal situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur með nokkurra stiga forskot á Manchester City sem situr í 2. sætinu. Arsenal mætir Leicester City á laugardaginn kemur.