Cristian Romero birti myndband af sér á Instagram þar sem hann lék sér við eins árs gamlan son sinn.
Romero er á mála hjá Tottenham og lék sér að sjálfsögðu með syninum í fótbolta.
Argentíski varnarmaðurinn er þekktur fyrir að vera ansi harður í horn að taka. Hann grínaðist með að tækla soninn en fylgdi tæklingunni auðvitað ekki eftir.
Þetta hefur vakið mikla athygli. „Jafnvel barnið hans Romero er ekki öruggt,“ skrifaði einn netverji.
Einn hélt að Romero ætlaði hreinlega að tækla son sinn en betur fór en á horfðist.
„Þetta fór mun betur en ég bjóst við.“
„Hann tæklar hann næstum eins og hann tæklar menn á vellinum. Rautt spjald,“ skrifaði annar.