Arsenal er sagt skoða það að bjóða í Rasmus Hojlund framherja Atalanta sem vakið hefur verðskuldaða athygli síðustu vikur.
Þessi danski framherji var keyptur til Atalanta frá Sturm Graz en áður var þessi tvítugi drengur hjá FCK.
Hojlund byrjaði rólega hjá Atalanta og skoraði eitt mark fyrir Heimsmeistaramótið í Katar en hefur nú skorað fimm í síðustu átta leikjum.
Arsenal er sagt fylgjast náið með framgangi hans en honum hefur verið líkt við Erling Haaland framherja Manchester City.
Arsenal er ekki eina liðið sem skoðar Hojlund en Real Madrid er sagt hafa áhuga á að fá hann sem framtíðar arftaka Karim Benzema.