Jamie Carragher fyrrum leikmaður Liverpool fer ekki fögrum orðum um sitt gamla félag eftir 2-5 tap gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í gær.
Eftir að hafa komist í 2-0 snemma leiks þá hrundi leikur Liverpool eins og spilaborg. Liðið er svo gott sem úr leik.
„Það var algjört bull að tala um að Liverpool væri komið til baka fyrir leik, þeir spiluðu gegn Everton sem sýndi verstu frammistöðu sem ég hef séð í grannaslag. Ég var á Newcastle leiknum, þeir voru manni færri að skapa færi. Newcastle með fullskipað lið hefði jafnað 2-2,“ sagði Carragher eftir leik.
Myndavélar CBS þar sem Carragher starfaði í gær voru á honum á meðan leik stóð og var það erfitt fyrir þenan harða stuðningsmann Liverpool að fylgjast með.
Oh this is just brilliant. pic.twitter.com/9qbIM0QGoD
— Barstool Football (@StoolFootball) February 22, 2023