Eiginkona Thiago Silva hefur, í gegnum tíðina, ekki látið standa á skoðunum sínum varðandi félagslið hans, enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea. Nýjustu vendingar hafa komið málefnum hennar og Thiago enn og aftur í kastljósið.
Belle Silva líkaði við færslu sem birt var á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem Graham Potter, knattspyrnustjóri Chelsea var harðlega gagnrýndur eftir tap liðsins gegn fallbaráttuliði Southampton á dögunum.
Í færslunni, sem beint er sérstaklega til Belle, er Potter sagður vanhæfur þjálfari.
,,Hann skilur ekki að þetta er Chelsea sem um ræðir, ég held að hann telji sig enn á mála hjá Brighton,“ stóð í umræddri færslu.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Belle kemur sér í kastljósið vegna skoðanna sinna í tengslum við Chelsea.
Hún hefur gagnrýnt leikmenn liðsins opinberlega og þá lýsti hún yfir vonbrigðum sínum á hátíðarhöldunum í Lundúnum eftir að Chelsea var Evrópumeistari félagsliða árið 2021.
Sjálfur er knattspyrnustjórinn Graham Potter í miklum vandræðum þessa dagana. Þrátt fyrir að miklum fjármunum hafi verið eytt í nýja leikmenn, situr Chelsea í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Belle Silva liking this negative tweet about Graham Potter kind of suggests the dressing room is unhappy. What’s your thoughts on this? pic.twitter.com/hTq3jKaMyT
— Frank Khalid OBE (@FrankKhalidUK) February 20, 2023