Her aðstoðarmanna Erik ten Hag á Spáni í síðustu viku vekur verulega athygli en átta aðilar voru í stúkunni á Nývangi.
Á síðustu árum hefur fjölgað í hópi þeirra sem leikgreina leiki á meðan þeir eru í gangi og senda upplýsingar beint á þjálfarann.
Erik Ten Hag virðist hins vegar vera að setja ný viðmið þegar kemur að þessu en hann mætti með átta aðila til að leikgreina leikinn gegn Barcelona.
Aðilarnir átta sátu í stúkunni og leikgreindu allt sem var í gangi og skoðuðu gögnin í rauntíma. Allar helstu upplýsingar eru svo sendar niður á hliðarlínu til Ten Hag og aðstoðarmanna hans þar.
Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en liðin mætast á nýjan leik í Evrrópudeildinni á morgun.
Ocho analistas del Manchester United en la tribuna de prensa del Camp Nou pic.twitter.com/jaABBdB4vz
— Edu Polo (@EduPolo) February 16, 2023