Danny Murphy fyrrum miðjumaður Liverpool telur að Jurgen Klopp stjóri liðsins ætti að losa sig við sex leikmenn í sumar.
Hann nefnir leikmennina sex og segir að Klopp þurfi að hreinsa til eftir erfitt tímabil sem nú er í gangi.
„Það eru augljósir kostir þarna sem eru að verða samningslausir. Þetta eru Keita, Chamberlain og Milner. Það eru þrír. Það er líka hægt að losa Fabinho,“ sagði Murphy.
Hann leggur einnig til að Klopp losi sig við Joel Matip og Roberto Firmino.
„Matip hefur verið frábær og þetta er ekki gagnrýni á hann en það kemur að því að hópur þarf að þróast.“
„Það eru of margir framherjar ef þú berð það saman við miðsvæðið,“ sagði Murphy og sagði að líklega væri í lagi að losa sig við Firmino.