Scott Twine leikmaður Burnley fær á baukinn fyrir vægast sagt hræðilegan leikaraskap í leik liðsins í gær. Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, spilaði rúman stundarfjórðung fyrir félagslið sitt, enska B-deildar liðið Burnley er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Millwall.
Burnley var fyrir leikinn í efsta sæti ensku B-deildarinnar og strákarnir hans Vincent Kompany komust yfir í leiknum með marki frá Ashley Barnes á 51. mínútu.
Allt virtist stefna í enn einn sigur Burnley en á 85. mínútu sá Tom Bradshaw, leikmaður Millwall til þess að sú stefna tók U-beygju.
Lokatölur á The Den í London, 1-1 jafntefli. Burnley situr sem fyrr á toppi ensku B-deildarinnar með 73 stig og 12 stiga forskot á Sheffield United sem situr í 2. sæti en á leik til góða.
Twine fær á baukinn fyrir leikaraskap en hann hóf að rúlla sér eftir vellinum þegar hann reyndi að fiska vítaspyrnu.
Scott Twine is a soft Tory nonce pic.twitter.com/qgkagNpfqR
— Bish 🐊 (@mfcbish) February 22, 2023