Einn reiður stuðningsmaður Liverpool hringdi inn á útvarpsstöðina Talksport í Bretlandi í morgun og kallaði eftir því að Jurgen Klopp verði rekinn frá félaginu.
Hann segir stöðu liðsins í ensku úrvalsdeildinni og 2-5 tap gegn Real Madrid í gær ekki boðlegt hjá Liverpool.
„Jurgen Klopp, farðu frá félaginu. Hann er bara að gera mig pirraðan, farðu vinur,“ segir stuðningsmaðurinn.
„Hann er búinn, hann var góður. Ekkert af stærstu félögunum myndu taka hann í dag.“
😡 “Jurgen Klopp, get out of the club. He’s just winding me up, get out mate.”
❌ “He’s washed. He WAS a good manager! No top club would take him now.”#LFC fan ‘Moaning’ Mo was in a foul mood after Liverpool’s defeat 🔥🔥 pic.twitter.com/nF4wfGNDz2
— talkSPORT (@talkSPORT) February 21, 2023
Algjört hrun hefur orðið hjá Liverpool á þessu tímabili eftir að hafa verið eitt besta lið Evrópu árin á undan.
Liverpool situr í áttunda sæti ensku deildarinnar, er úr leik í báðum bikarkeppnum á Englandi og virðist svo gott sem úr leik í Meistaradeildinni.
Klopp er hins vegar afar vinsæll á meðal stuðningsmanna Liverpool og fæstir telja hann vera vandamálið, miklu frekar er horft á eigendur félagsins og að þeir hafi ekki stutt nægilega mikið við bak stjórans á leikmannamarkaðnum.