Harry Kane framherji Tottenham var ekki mættur á æfingu liðsins í dag vegna veikinda sem hrjá nú kappann.
Kane er algjör lykilmaður í liði Tottenham en liðið skaust upp í fjórða sæti ensku deildarinnar á sunnudag með sigri.
Óvíst er hvort veikndi Kane séu alvarleg en hann hafði ekki heilsu til æfinga í dag.
Tottenham er að berjast í bæði deild og Meistaradeild en liðið á seinni leikinn gegn AC Milan í næstu viku.
Framtíð framherjans hefur verið til umræðu undanfarnar vikur en í sumar verður aðeins ár eftir af samningi hans við Tottenham.
Harry Kane absent from Tottenham training after suffering with illness ❌ pic.twitter.com/qEMORlq082
— Football Daily (@footballdaily) February 22, 2023