fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Fjöldi landsliðsmanna verða heiðraðir á ársþingi KSÍ

433
Miðvikudaginn 22. febrúar 2023 11:35

Aron Einar í landsleik með Íslandi ©Anton Brink 2020

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands veitir viðurkenningar til þeirra sem leikið hafa með landsliðum Íslands og þeirra sem unnið hafa að framgangi knattspyrnuíþróttarinnar skv. reglugerð KSÍ um landsliðs- og heiðursviðurkenningar. Þar á meðal eru viðurkenningar til þeirra leikmanna sem hafa náð 100 A landsleikjum. Í reglugerðinni segir: “Heiðursviðurkenning fyrir 100 landsleiki: Sérhannað listaverk skal veita í viðurkenningaskyni þeim knattspyrnuleikmönnum sem náð hafa að leika 100 A-landsleiki”.

Á 74. ársþingi KSÍ sem fram fór í Ólafsvík í febrúar 2020 voru fjórir leikmenn sem náð höfðu 100 A landsleikjum heiðraðir fyrir áfangann – þær Hallbera G. Gísladóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Rakel Hönnudóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir.

Laugardaginn 25. febrúar verður 77. ársþing KSÍ haldið á Ísafirði og verða fimm leikmenn þá heiðraðir með sama hætti – þau Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason, Birkir Már Sævarsson, Dagný Brynjarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir, sem öll hafa náð 100-leikja áfanganum. Birkir Már er sá eini af þeim sem á heimangengt að þessu sinni og fær hann viðurkenninguna afhenta á ársþinginu. Hinum fjórum verður afhent viðurkenningin við fyrsta tækifæri og er þá horft til næsta landsliðsverkefnis á heimavelli.

Aron Einar Gunnarsson
Leikur 1: Belarús – Ísland 02.02.08
Leikur 100: Sádi-Arabía – Ísland 06.11.22

Birkir Bjarnason
Leikur 1: Ísland – Andorra 29.05.10
Leikur 100: Ísland – N-Makedónía 05.09.21

Birkir Már Sævarsson
Leikur 1: Ísland – Liechtenstein 02.06.07
Leikur 100: Ísland – N-Makedónía 05.09.21

Dagný Brynjarsdóttir
Leikur 1: Bandaríkin – Ísland 24.02.10
Leikur 100: Belarús – Ísland 07.04.22

Glódís Perla Viggósdóttir
Leikur 1: Skotland – Ísland 04.08.12
Leikur 100: Belarús – Ísland 07.04.22

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“