Fáir virðast hafa trú á endurkomu Liverpool í einvígi liðsins gegn Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 5-2 tap liðsins á heimavelli í kvöld.
Twitter-reikningur Match of the Day hefur verið í banastuði frá því að flautað var til leiksloka á Anfield og birti skömmu eftir leik færslu sem vakið hefur mikla athygli.
Þar eru ummæli Jurgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, eftir úrslitaleik Meistaradeild Evrópu í fyrra, þar sem Liverpool laut akkúrat í lægra haldi gegn Real Madrid, grafin upp.
,,Ég er með sterka tilfinningu um að við munum snúa aftur. Strákarnir búa yfir keppnisskapi. Við munum búa yfir framúrskarandi leikmannahópi á næsta tímabili. Hvar er úrslitaleikurinn heldinn á næsta tímabili? Istanbul? Farið að bóka hótel,“ lét Klopp hafa eftir sér eftir tap í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra.
Match of the Day sýnir enga miskunn á Twitter og skrifar við mynd af Klopp og ummælum hans:
,,Þið ættuð kannski að afbóka hótelið.“
Maybe cancel the hotel 🤐#BBCFootball #UCL #LIVRMA pic.twitter.com/uM86HIaQ5R
— Match of the Day (@BBCMOTD) February 21, 2023