Íslenski knattspyrnuvefmiðillinn Fótbolti.net greinir frá því í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook að Gísli Eyjólfsson, leikmaður karlaliðs Breiðabliks hafi veist að ljósmyndara vefmiðlsins Jónínu Guðbjörgu Guðbjartsdóttur í leik Breiðabliks gegn Leikni fyrr í dag.
Leiknum lauk með 2-0 sigri Leiknismanna en í stöðunni 1-0 fór téður Gísli af velli vegna meiðsla á 43. mínútu.
,,Er hann gekk að velli veittist hann með fúkyrðum og merkjasendingum að Jónínu Guðbjörgu Guðbjartsdóttur ljósmyndara Fótbolti.net sem var við störf á vellinum,“ segir í færslu Fótbolti.net á Facebook.
Gísli er uppalinn Bliki og á að baki 135 leiki í efstu deild hér á landi. Hann varð Íslandsmeistari með Breiðabliki á síðasta tímabili og spilaði þá 27 leiki í deild og bikar.