Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í kvöld fimm marka sigur á Filipseyjum á Pinatar Cup 2023 og tryggði sér um leið sigur á æfingamótinu sem fer fram á Spáni ár hvert.
Það var Amanda Jacobsen Andradóttir sem skoraði fyrstu tvö mörk Íslands í leiknum á 20. og 51. mínútu.
Selma Sól Magnúsdóttir bætti við þriðja marki Íslands á 71. mínútu áður en að Hlín Eiríksdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir innsigluðu 5-0 sigur Íslands með einu marki hvor um sig.
Niðurstaðan er því sú að úr þeim þremur leikjum sem Ísland spilaði á mótinu, halaði liðið inn sjö stigum og tapaði ekki leik.
Ísland er Pinatar Cup meistari árið 2023.