Fagn Bukayo Saka í leik Arsenal gegn Aston Villa um helgina vakti athygli. Nú hefur stjarnan unga útskýrt það.
Arsenal vann frábæran endurkomusigur á Villa í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn og lífgaði all hressilega upp á titilvonir sínar. Sama dag misteg Manchester City sig í titilbaráttunni gegn Nottingham Forest með því að gera 1-1 jafntefli.
Saka skoraði fyrsta mark Skyttanna í 2-4 sigri á Villa Park á laugardag. Oleksandr Zinchenko og Gabriel Martinelli áttu þá eftir að skora fyrir liðið, auk þess sem Emiliano Martinez gerði sjálfsmark.
Fagn Saka vakti mikla athygli. Hann hefur nú útskýrt að með því hafi hann verið að heiðra Arsenal-goðsögnina Thierry Henry.
Fagn Saka, sem og Henry á árum áður, má sjá hér að neðan.