Það kom upp svakalegt atvik í leik Motema Pembe og TP Mazembe í Kongó á dögunum.
Leikmenn Motema Pembe vildu á einum tímapunkti í leiknum fá vítaspyrnu en dómari leiksins dæmdi hana ekki. Þarna var liðið 5-1 undir.
Það er óhætt að segja að þetta hafi ekki farið vel í leikmenn Motema Pembe.
Þær réðust að dómara leiksins. Eftir að hafa elt hann uppi lömdu þær í hann og spörkuðu.
Að lokum tókst dómaranum að hlaupa niður leikmannagöngin eftir þetta óhugnanlega atvik.
Knattspyrnusamband Kongó hefur vikið leikmönnunum úr starfi eftir atvikið.
In DR Congo, DC Motema Pembe Women Players chased and beat up a Referee for failing to award them a penalty, while they were losing 5-1 to TP Mazembe Women. pic.twitter.com/vFwoUOUcp0
— Africa Facts Zone (@AfricaFactsZone) February 17, 2023