Luke Shaw var á sínum stað í byrjunarliði Manchester United í sigri á Leicester í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Marcus Rashford skoraði tvö mörk og Jadon Sancho eitt í 3-0 sigri United, sem leyfir sér enn að dreyma um titilbaráttu við Arsenal og Manchester City.
Hinn 27 ára gamli Shaw hefur verið á mála hjá Rauðu djöflunum síðan 2014. Árið eftir lenti hann í skelfilegum meiðslum eftir tæklingu frá Hector Moreno í leik gegn PSV í Meistaradeild Evrópu.
Meiðslin voru afar slæm og þurfti Shaw súrefni á vellinum, áður en hann var fluttur á sjúkrahús.
Í leiknum í gær mátti sjá ummerki meiðslanna þegar Shaw dró sokka sína niður. Mikil umræða skapaðist á samfélagsmiðlum þar sem aðdáendur rifjuðu atvikið upp.
Mynd af öri hans má sjá hér að neðan.