Chelsea hefur ekki enn tekist að sannfæra Mason Mount um að skrifa undir framlengingu á samningi sínum.
The Athletic fjallar um stöðu mála í dag.
Núgildandi samningur Mount rennur út eftir næstu leiktíð. Kappinn er uppalinn hjá Chelsea.
Chelsea gerði hinum 24 ára gamla Mount nokkur samningstilboð síðasta sumar en hann hafnaði þeim öllum.
Liverpool er talið fylgjast grannt með gangi mála og gæti boðið í Mount í sumar.
Enski landsliðsmaðurinn fer inn í sitt síðasta ár á samningi í upphafi næstu leiktíðar sem gæti gert Lundúnafélaginu erfitt fyrir í samningsviðræðum.
Chelsea hefur verið í miklum vandræðum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og situr í tíunda sæti.