Tottenham 2 – 0 West Ham
1-0 Emerson Royal(’56)
2-0 Heung Min Son (’72 )
Antonio Conte-laust Tottenham vann lið West Ham í kvöld en leikið var í ensku úrvalsdeildinni.
Bæði mörk Tottenham voru skoruð í seinni hálfleik en það fyrra gerði bakvörðurinn Emerson Royal.
Heung Min Son byrjaði að þessu sinni sem varamaður en kom inná á 68. mínútu og var ekki lengi að skora.
Son skoraði fjórum mínútum seinna til að tryggja dýrmæt stig í Evrópubaráttunni.