Chelsea varð sér raun til skammar í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti botnliði Southampton.
Það hefur ekkert gengið hjá Chelsea undanfarnar vikur og batnaði gengið ekki í dag, með tapi á heimavelli.
James Ward-Prowse skoraði eina mark leiksins fyrir gestina en það kom úr aukaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.
Í seinni hálfleik átti sér stað mjög óhugnanlegt atvik er fyrirliði Chelsea meiddist illa, Cesar Azpilicueta.
Azpilicueta þurfti að fara af velli vegna meiðsla en hann fékk spark í höfuðið frá Sekou Mara, leikmanni Southampton.
Óttast er um virkilega slæm meiðsli Azpilicueta en 12 mínútum var bætt við eftir að leikmaðurinn lá í grasinu í langan tíma.
Atvkið má sjá hér.
Sékou Mara with an attempted overhead kickoff but kicked Cesar Azpilicueta in the head.pic.twitter.com/PbZGbpKfW7
— H/F (@hfworld_) February 18, 2023