Vanda Sigurgeirsdóttir fékk tæpar 20 milljónir í laun fyrir starf sitt sem formaður KSÍ á síðasta ári. Þetta er eitt þeirra sem kemur fram í árseikningi KSÍ.
Klara Bjartmarz þénaði ögn minna en hún er framkvæmdarstjóri sambandsins. „Laun og bifreiðastyrkur til formanns námu um 19,5 m.kr. og til framkvæmdastjóra um 17,2 m.kr,“ segir í árseikningi KSÍ.
Launagjöld á skrifstofu KSÍ hækkuðu nokkuð á milli ár og voru rúmar 256 milljónir en voru rétt um 230 milljónir árið á undan.
Guðni Bergsson forveri Vöndu var með 1.283.000 krónur á mánuði og auk þess naut hann bifreiðahlunninda að hámarki 150.000 krónur á mánuði. Eru laun Vöndu því rúmum 2 milljónum hærri á ári en þau sem Guðni hafði þegar hann sagði starfi sínu lausi.