Það er allt í rugli hjá liði Newcastle þessa stundina en liðið leikur nú við Liverpool á heimavelli.
Staðan er orðin 2-0 fyrir Liverpool í fyrri hálfleik en Darwin Nunez og Cody Gakpo gerðu mörkin.
Newcastle er nú manni færri en markmaðurinn Nick Pope fékk að líta beint rautt spjald á 22. mínútu.
Pope setti hendur á boltann langt fyrir utan teig en hann ætlaði sér að skalla boltann burt, án árangurs.
Ótrúlegt atvik sem má sjá hér.
RED CARD NICK POPE! #NEWLIV
— Reyi (@Reinaldodcg9) February 18, 2023