Paris Saint-Germain er búið að hafa samband við Jose Mourinho og skoðar þann möguleika að ráða hann til starfa.
Foot Mercato greinir frá en Mourinho er einn sigursælasti þjálfari sögunnar og starfar í dag fyrir Roma á Ítalíu.
Mourinho hefur náð ágætis árangri með Roma en er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Chelsea, Inter Milan og Real Madrid.
Christophe Galtier er núverandi stjóri PSG en hann er undir pressu eftir vafasamt gengi á tímabilinu til þessa.
Mourinho er einn af nokkrum sem eru orðaðir við PSG en einnig má nefna Zinedine Zidane og Thomas Tuchel.
Samkvæmt Foot Mercato hefur Luis Campos, yfirmaður knattspyrnumála PSG, rætt við Mourinho sem er gríðarlegur aðdáandi sóknarmannsins Kylian Mbappe sem leikur með franska liðinu.