Það er nóg til hjá Newcastle United sem ætlar að blanda sér í baráttu við bæði Real Madrid og Paris Saint-Germain.
Newcastle ætlar að reyna að fá til sín vængmanninn Khvicha Kvaratskhelia í sumar en hann er á mála hjá Napoli.
Stórlið PSG og Real vilja einnig fá Kvaraskhelia sem hefur komið að 23 mörkum í 23 leikjum á tímabilinu.
Það þyrfti mikið til af leikmaðurinn velur St. James’ Park en Newcastle er í eigu forríkra eigenda frá Sádí Arabíu.
Newcastle er að berjast um Meistaradeildarsæti á Englandi og myndi það hjálpa liðinu mikið í að fá sinn mann.