fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Hörður heldur því fram að kerfið virki en vanhæfir menn séu við störf

433
Laugardaginn 18. febrúar 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Kárason, rithöfundur og Framari, var gestur Íþróttavikunnar með Benna Bó á föstudaginn ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs. Þar var farið yfir víðan völl í heimi íþróttanna.

Það sem vakti mikla athygli í íþróttavikunni sem nú er að renna sitt skeið voru vandamál er komu upp í tengslum við VAR-dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal var til að mynda beðið afsökunar á mistökum sem urðu á dómgæslu í leik liðsins gegn Brentford og þá var boðað til neyðarfundar hjá dómarasamtökunum ytra.

Benedikt Bóas vildi fá svör frá þeim Herði Snævari og Einari varðandi það afhverju það gengur svona illa með VAR í ensku úrvalsdeildinni.

,,Það hljóta að vera bara vanhæfir menn við störf,“ svaraði Hörður þá. ,,Eins og við sáum um síðustu helgi þegar að dómarar gleyma að teikna inn línuna á einum staðnum hjá Arsenal og svo þegar að þeir teikna línuna inn miðað við næst aftasta varnarmann þegar að Brighton setur inn sigurmark á móti Crystal Palace.“

Svo taki VAR-skoðunin í ensku úrvalsdeildinni alltaf svo langan tíma.

,,Það er það sem fer mest í taugarnar á manni. Þegar að maður horfir á leiki í Meistaradeild Evrópu eða á HM undir lok síðasta árs, þá eru bara teknar 10-15 sekúndur í að skoða atvikið og svo er málið út af borðinu.

Þegar að maður horfir á enska boltann er verið að zoom-a myndinni inn og út færa hana til hægri og vinstri, svo taka menn sér dágóðan tíma í að teikna inn línurnar (eða ekki). Það er alveg ljóst að menn þurfa að bæta þetta, þetta er bara leiðinlegt.“

Benedikt segir þetta lita illa út fyrir ensku úrvalsdeildina og Einar tekur undir það.

,,Þetta VAR-kerfi er að sumu leyti leiðinlegt en á sama tíma skiljanlegt og eðlilegt. Það verður hins vegar að virka sæmilega hratt, annars er verið að drepa niður tempóið og stemninguna í leikjunum.

Auðvitað fór það oft í taugarnar á manni að sjá lið vinna eða tapa á einhverju sem mætti teljast mjög ólöglegt mark, að því leytinu til ætti þetta kerfi að vera sanngjarnt en þetta má ekki vera þannig að fyrirkomulagið á þessu drepi niður allt með töfum og leiðindum.“

Nánari umræðu um ensku úrvalsdeildina og VAR má sjá hér fyrir neðan:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guardiola opnar sig um framtíð sína

Guardiola opnar sig um framtíð sína
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Pantaði þjónustu fylgdardömu en svo tók kvöldið U-beygju – Fyrrum kollegi leysir frá skjóðunni og varpar nýju ljósi á brottreksturinn

Pantaði þjónustu fylgdardömu en svo tók kvöldið U-beygju – Fyrrum kollegi leysir frá skjóðunni og varpar nýju ljósi á brottreksturinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sagt að Eiður Smári gæti fylgt Arnari í áhugavert starf

Sagt að Eiður Smári gæti fylgt Arnari í áhugavert starf
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Amorim til í að losna við þessa tvo í janúar

Amorim til í að losna við þessa tvo í janúar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Harkaleg slagsmál brutust út í gærkvöldi – Hetjan endaði í grasinu

Harkaleg slagsmál brutust út í gærkvöldi – Hetjan endaði í grasinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Chelsea ætlar að taka fullt af krökkum með í hrottalega frostið

Chelsea ætlar að taka fullt af krökkum með í hrottalega frostið
Hide picture