Lorenzo Insigne var steinhissa í fyrra eftir að hafa skrifað undir samning við Toronto FC í MLS-deildinni.
Insigne ákvað að færa sig til Kanada og í bandarísku deildina eftir mörg ár hjá Napoli á Ítalíu.
Insigne er enn aðeins 31 árs gamall og á nóg eftir en hann var lengi einn allra besti leikmaður Serie A.
Stuðningurinn sem hann fékk kom leikmanninum verulega á óvart en hann landar hans frá Ítalíu voru mættir til að bjóða hann velkominn í Kanada.
,,Ég hef alltaf spilað fyrir Napoli, ég hef alltaf verið þar. Það voru svo margir Ítalar sem buðu migh velkominn hérna og það hreif mig mikið,“ sagði Insigne.
,,Það var svo mikill heiður að þeir hafi komið og beðið eftir mér. Auðveldast var að koma ti lTorino þar sem allir tóku vel á móti mér og þessi stuðningur og trú sem þeri hafa á mér.„