Erling Haaland, leikmaður Manchester City, tekur ekki eftir gagnrýnisröddunum sem hafa gagnrýnt hann töluvert undanfarnar vikur.
Einhverjir vilja meina að Man City sé ekki betra lið með Haaland innanborðs þó að hann sé búinn að skora 26 mörk í deildinni á tímabilinu.
Það er í raun fáránlegt að gagnrýna Norðmanninn sem stefnir á að bæta markametið í ensku deildinni.
Haaland komst á blað í vikunni í 3-1 sigri á Arsenal en hann kvartaði áður yfir því að fá ekki næga þjónustu í fremstu víglínu.
,,Það mikilvægasta er að við höldum áfram að vinna leiki og gera það sem stjórinn segir okkur að gera,“ sagði Haaland.
,,Gagnrýnendurnir verða alltaf þarna og mér er alveg sama. Ég get ekki stjórnað því sem fólk segir. Ég get bara einbeitt mér að sjálfum mér.“
,,Ég nýt lífsins með fólkinu í kringum mig, fjölskyldu og vinum.“