Lið Nottingham Forest er að reyna allt til að losna við miðjumanninn Harry Arter sem er á mála hjá félaginu.
Arter fær 40 þúsund pund í vikulaun hjá Forest en er ekki einu sinni með númer hjá félaginu.
Arter er 33 ára gamall og er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Bournemouth þar sem hann spilaði 2010 til 2020 og lék yfir 230 deildarleiki og marga af þeim í ensku úrvalsdeildinni.
Þessi fyrrum írski landsliðsmaður samdi við Forest árið 2020 en hefur á þremur árum aðeins leikið 13 deildarleiki.
Arter hefur verið lánaður til bæði Charlton og Notts County en það síðarnefnda leikur í ensku utandeildinni.
Skipti Arter til Forest hafa alls ekki gengið upp en hann hefur kostað Forest yfir fjórar milljónir punda hingað til í launum.