fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Skammarleg frammistaða Chelsea – Manchester City mistókst að endurheimta toppsætið

Victor Pálsson
Laugardaginn 18. febrúar 2023 17:03

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea varð sér raun til skammar í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti botnliði Southampton.

Það hefur ekkert gengið hjá Chelsea undanfarnar vikur og batnaði gengið ekki í dag, með tapi á heimavelli.

James Ward-Prowse skoraði eina mark leiksins fyrir gestina en það kom úr aukaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.

Á sama tíma spilaði Manchester City við lið Nottingham Forest og gerði óvænt jafntefli.

Chris Wood reyndist hetja nýliðana í þessum leik en hann jafnaði metin fyrir heimamenn undir lok leiks.

Ljóst er að Arsenal er í toppsætinu eftir leiki dagsins en liðið vann Aston Villa fyrr í dag 4-2 og er tveimur stigum á undan Man City.

Hér má sjá úrslitin í dag.

Chelsea 0 – 1 Southampton
0-1 James Ward-Prowse(’45)

Nottingham Forest 1 – 1 Manchester City
0-1 Bernardo Silva(’41)
1-1 Chris Wood(’84)

Wolves 0 – 1 Bournemouth
0-1 Marcus Tavernier(’49)

Everton 1 – 0 Leeds
1-0 Seamus Coleman(’64)

Brighton 0 – 1 Fulham
0-1 Manor Solomon(’88)

Brentford 1 – 1 Crystal Palace
0-1 Eberechi Eze(’69)
1-1 Vitaly Janelt(’96)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“