Chelsea varð sér raun til skammar í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti botnliði Southampton.
Það hefur ekkert gengið hjá Chelsea undanfarnar vikur og batnaði gengið ekki í dag, með tapi á heimavelli.
James Ward-Prowse skoraði eina mark leiksins fyrir gestina en það kom úr aukaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.
Á sama tíma spilaði Manchester City við lið Nottingham Forest og gerði óvænt jafntefli.
Chris Wood reyndist hetja nýliðana í þessum leik en hann jafnaði metin fyrir heimamenn undir lok leiks.
Ljóst er að Arsenal er í toppsætinu eftir leiki dagsins en liðið vann Aston Villa fyrr í dag 4-2 og er tveimur stigum á undan Man City.
Hér má sjá úrslitin í dag.
Chelsea 0 – 1 Southampton
0-1 James Ward-Prowse(’45)
Nottingham Forest 1 – 1 Manchester City
0-1 Bernardo Silva(’41)
1-1 Chris Wood(’84)
Wolves 0 – 1 Bournemouth
0-1 Marcus Tavernier(’49)
Everton 1 – 0 Leeds
1-0 Seamus Coleman(’64)
Brighton 0 – 1 Fulham
0-1 Manor Solomon(’88)
Brentford 1 – 1 Crystal Palace
0-1 Eberechi Eze(’69)
1-1 Vitaly Janelt(’96)