Knattspyrnumaðurinn Christian Atsu er látinn en hann er fyrrum leikmaður Everton, Chelsea og Newcastle.
Atsu fannst undir rústum heimilis síns í Tyrklandi eftir jarðskjálftann stóra sem átti sér stað fyrir rúmlega viku.
Umboðsmaður Atsu, Nana Sechere, staðfesti fréttirnar á Twitter síðu sinni í dag og að Atsu væri látinn.
Atsu hafði verið leitað síðan 6. febrúar en hann fannst í morgun og var þá látinn.
Atsu spilaði í Tyrklandi í stuttan tíma en hann skrifaði undir hjá Hatayaspor þar í landi undir lok síðasta árs.