Barcelona og Manchester United gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í Evrópudeildinni í gær. Um umspilsumferð er að ræða þar sem barist er um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.
Markalaust var í hálfleik þar sem Barcelona var meira með boltann í þeim fyrri en United skapaði sér hættulegri færi.
Marcos Alonso fyrrum varnarmaður Chelsea opnaði markareikninginn og kom Barcelona yfir. Það virtist vekja gestina frá Manchester sem settu í gír.
Marcus Rashford jafnaði leikinn með fínu marki og hann átti svo stóran þátt í því þegar liðið komst yfir skömmu síðar. Rashford sólaði varnarmann Barcelona og kom boltanum fyrir þar sem Jules Kounde setti hann í eigð net.
Það var svo á 76. mínútu sem Raphinha jafnaði leikinn fyrir heimamenn með skoti fyrir utan teig sem rataði i gegnum pakkann og í netið.
Skömmu eftir að Raphinha jafnaði var hann tekinn af velli. Hann hreinlega brjálaðist við það og gekk berserksgang á bekknum, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.
Jordi Alba reyndi að róa hann og tókst það að lokum.
Xavi, stjóri Barcelona, var spurður út í viðbrögð Raphinha við að vera skipt út af eftir leik. Hann sagðist skilja Brasilíumanninn vel, það væri eðlilegt að menn væru pirraðir yfir því að þurfa að fara af velli.
Xavi has blood on his hands for making raphinha do like thispic.twitter.com/EuxBvCIMLl
— SAM (@Fcb_s_a_m) February 16, 2023