fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Hagnaður KSÍ nam tæpum 157 milljónum króna – Gert ráð fyrir því að tekjur dragist saman milli ára

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 17. febrúar 2023 18:00

Vanda Sigurgeirsdóttir. Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knatt­­spyrnu­­sam­band Ís­land hefur birt árs­­reikning sinn fyrir árið 2022 sem og fjár­hags­á­ætlun fyrir árið 2023. Kemur þar fram að rekstrar­­tekjur sam­bandsins hafi numið um 2 milljörðum króna á síðasta ári og var hagnaður sam­bandsins um 157 milljónir króna. Fjár­hags­á­ætlun sam­bandsins gerir ráð fyrir sam­­drætti í tekjum milli ára.

Hagnaður sam­bandsins á síðasta ári nam 156,8 milljónum króna og skýrist hann að mestu af mót­vægis­styrk frá stjórn­völdum vegna heims­far­aldurs og upp­gjöri sjón­varps­réttinda.

Móta­hald sam­bandsins kostaði sam­bandið rúmar 245 milljónir króna, dómara­kostnaður nemur þar 80% af kostnaði.

Í saman­tekt KSÍ í tengslum við árs­reikninginn er bent á þá stað­reynd að sam­bandið hækkaði greiðslur sínar til aðildar­fé­laga um 30% milli ára og að sama skapi voru sjón­varps­greiðslur til karla og kvenna­liða, er varða bikar­keppni sam­bandsins, jafnaðar.

Rekstrar­tekjur KSÍ á árinu 2022 námu 2.047 milljónum króna og voru 15% hærri en fjár­hags­á­ætlun fyrir árið 2022 gerði ráð fyrir.

  • Í þessu samhengi voru stærstu tekjuliðir sambandsins eftirfarandi:
    • Styrkir og framlög frá FIFA, UEFA og samstarfsaðilum
    • Tekjur vegna sölu á sjónvarpsrétti A-landsliðs karla

Frá ríkinu fékk KSÍ út­hlutað rúmum 110 milljónum króna í mót­vægis­styrk vegna heims­far­aldurs Co­vid-19 og var þeim styrk ætlað að koma til móts við hluta af því tjóni sem KSÍ varð fyrir á tímum Co­vid-19.

Hvað tekjur af sjón­varps­rétti varðar voru tekjur sam­bandsins 145 milljónir króna yfir á­ætlun og var það vegna upp­gjörs á sjón­varps­rétta­greiðslum vegna tíma­bilsins 2018-2022.

Þá voru rekstrar­gjöld síðasta árs hjá KSÍ hærri en á­ætlanir gerðu ráð fyrir, urðu 1.748 milljónir króna en á­ætlanir miðuðu við 1.641 milljón króna

Landslið

Heildarkostnaður landsliða á síðasta ári var áætlaður rúm 871 milljón króna en niðurstaða ársins var hins vegar 931 milljón króna.

  • Hækkunina má helst rekja til leikja A-landsliðs karla í nóvember en þeir skiluðu á sama tíma auknum tekjum að því er fram kemur í samantekt KSÍ

Þá fór kostnaður við A-landslið kvenna fram úr áætlun vegna aukins kostnaðar við þátttöku í úrslitakeppni EM síðastliðið sumar.

  • Sá umframkostnaður kom aðallega til vegna sóttvarnarráðstafana

Skrifstofan

Skrifstofu- og rekstrarkostnaður var 351 milljón króna og er hæsti einstaki liðurinn launakostnaður sem var 256 milljónir.

  • Sá liður fór 5% fram yfir áætlun sem skýrist meðal annars af lögböndnum launahækkunum, uppbót til starfsmanna og starfsmannabreytingum.

Ársreikningin fyrir árið 2022 hjá KSÍ má lesa í heild sinni hér.

Fjárhagsáætlun 2023

Fjár­hags­á­ætlun þessa árs gerir ráð fyrir því að tekjur KSÍ verði 1.856 milljónir króna og muni því dragast saman frá þeim 2.047 milljónum króna sem KSÍ hafði í tekjur á síðasta ári.

Þá er gert ráð fyrir því að heildar­gjöld ársins 2023 verði 1.736 milljónir króna saman­borið við 1.748 milljónir króna árið 2022.

Klara Bjart­marz, fram­kvæmdar­stjóri KSÍ segir já­kvætt að sam­bandið nái að skila af­gangi eftir ár eins og 2022.

,,En hafa þarf í huga að það sem veldur því eru ein­skiptis­greiðslur sem koma ekki aftur.“

Með því að skila af­gangi sé hægt að styrkja eigið fé sam­bandsins sem geri því bæði okkur kleift að bregðast við ó­væntum at­burðum og að styðja betur við fót­boltann.

,,Má þar nefna að á árinu gátum við aukið greiðslur til fé­laganna. Og á sama tíma og við viljum gera vel á hverju ári þurfum við ein­mitt líka að búa til sterkan grunn til fram­tíðar. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur