Dómarinn Lee Mason mun ekki dæma fleiri leiki í ensku úrvalsdeildinni samkvæmt heimildum Daily Mail.
Mail fullyrðir það í kvöld að Mason sé hættur að dæma í efstu deild eftir mikla gagnrýni undanfarna daga.
Mason gerði sig sekan um slæm mistök í 1-1 jafntefli Arsenal og Brighton en hann var þar í VAR-herberginu.
VAR ákvað að leyfa jöfnunarmarki Ivan Toney að standa en sóknarmaðurinn var rangstæður og var um stór mitök að ræða.
Mason er 51 áts gamall en ákvörðunin ku vera tekin í sameiningu með enska dómarasambandinu.