Franska úrvalsdeildarfélagið Nice rannsakar nú klámmyndband sem var tekið upp á salerni á heimavelli þess.
Samkvæmt RMC Sport í Frakklandi var myndbandið tekið upp á meðan leikur Nice og Lille fór fram þann 29. janúar. Heimamenn unnu 1-0.
Þetta líður félagið ekki og hefur brugðist við.
Íslendingar kannast vel við Hreiðrið í Nice, eins og völlurinn er kallaður. Það var þar sem íslenska karlalandsliðið sló út það enska í 16-liða úrslitum Evrópumótsins 2016.
Klámmyndbandið sem um ræðir er ekki eini kynlífsskandallinn í franska boltanum undanfarið. Í tilefni að því fjallar The Upshot um formann franska knattspyrnusambandsins, Noel Le Graet, sem er undir rannsókn fyrir að grípa í læri yngri starfsmanna og senda þeim klúrin skilaboð. Sjálfur er Le Graet 81 árs gamall.
The Upshot rifjar upp að nýlega hafi Le Graet boðið tveimur kvenkyns starfsmönnum út að borða áður en hann stakk upp á því að þau færu í trekant. Þær neituðu.
Le Graet hafnar þessu og segist ekki kunna að senda sms.
We often joke that French football is just a sordid sexual psychodrama.
And this week has been no exception.
From porn stars shagging in stadium toilets to FA bosses begging colleagues for threesomes, welcome to another utterly ordinary week in French football… pic.twitter.com/qhoBgkTydu
— The Upshot (@UpshotTowers) February 17, 2023