Starf Christophe Galtier sem knattspyrnustjóri Paris Saint-Germain er sagt í hættu eftir slæmt gengi undanfarið.
PSG hefur tapað þremur leikjum í röð í öllum keppnum og hefur misst forskot sitt í frönsku úrvalsdeildinni niður í fimm stig.
Í vikunni tapaði liðið þá fyrir Bayern Munchen á heimavelli, 0-1, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Talið er að Galtier hafi fram að seinni leiknum við Bayern til að snúa gengi PSG við.
Félagið horfir til Zinedine Zidane sem hugsanlegt arftaka Galtier.