Oliver Stefánsson er genginn í raðir Íslandsmeistara Breiðabliks. Félagið staðfestir þetta.
Þetta hefur verið í umræðunni undanfarna daga og hefur nú verið staðfest.
Oliver rifti samningi sínum við Norrköping á dögunum. Hann kom til sænska félagsins árið 2018 frá ÍA en meiðsli og veikindi gerðu honum erfitt fyrir.
Miðvörðurinn skrifar undir samning í Kópavoginum út árið 2025.
Oliver er fæddur í ágúst árið 2002 en hann var á láni hjá ÍA á síðustu leiktíð og átti ágæta spretti.
Velkominn Oliver Stefánsson❗️
Oliver er 22 ára gamall og kemur frá Norrköping í Svíþjóð.
Samningur Olivers gildir út árið 2025.
Blikar eru virkilega ánægðir með að hafa tryggt sér þennan öfluga liðstyrk fyrir átökin í Bestu deildinni og Meistaradeildinni.
📷 @hhalldorsson pic.twitter.com/W3w3GHPmpM
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) February 17, 2023