Það er óvíst hvort Pedri, leikmaður Barcelona, verði með liðinu gegn Manchester United í næstu viku.
Pedri er einn allra mikilvægasti leikmaður Barcelona en hann spilar á miðjunni og lék gegn Man Utd í Evrópudeildinni í gær.
Spánverjinn var tekinn af velli fyrir hálfleik í 2-2 jafntefli í gær og tók Sergi Roberto hans pláss í liðinu.
Barcelona er ekki í frábærri stöðu fyrir seinni leikinn á útivelli og þarf á öllum sínum bestu mönnum að halda.
Pedri er að glíma við einhvers konar meiðsli aftan í læri og verður að koma í ljós hvort hann sé leikfær á Englandi í næstu viku.