FC SKIFTERAT hefur verið vísað úr Bola-deildinni í knattspyrnu en þetta kemur fram á heimasíðu deildarinnar.
Ástæðan eru slagsmál í leik liðsins í vikunni en um er að ræða annað atvik þar sem félagið lendir í handalögmálum í leik
Af heimasíðu deildarinnar:
FC SKIFTERAT hefur verið vísað úr keppni í Vetrardeild Boladeildarinnar tímabilið 2022-2023 vegna slagsmála. Þetta er annað brot liðsins á þessu tímabili og skrifaði forráðamaður liðsins undir áminningu eftir svipað atvik sem kom upp í leik þann 08.11.2022. Í þeirri áminningu kom fram að við næsta brot yrði liðinu vísað úr keppni.
Um er að ræða utandeilld í knattpsyrnu en atvikið átti sér stað í leik gegn Hamraborg FC. Leikir fara fram á svæði Leiknis í Efra-Breiðholti.