Arsenal og Manchester City mættust í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í gær.
Gestirnir frá Manchester unni 1-3 sigur með mörkum frá Kevin De Bruyne, Jack Grealish og Erling Braut Haaland. Mark Arsenal skoraði Bukayo Saka.
Með sigrinum fer City upp fyrir Arsenal og á topp deildarinnar á markatölu. Skytturnar eiga þó leik til góða.
De Bruyne skoraði einmitt fyrsta mark leiksins eftir skelfileg mistök Takehiro Tomiyasu.
Viðbrögð Martin Ödegaard, fyrirliða Arsenal, hafa vakið mikla athygli. Stuðningsmenn liðsins voru ánægðir að sjá hann fara strax að hugreysta liðsfélaga sinn.
Mistökin og viðbrögð Ödegaard má sjá með því að smella hér.