Barcelona og Manchester United skildu jöfn þegar liðin mættust í Evrópudeildinni í kvöld, Marcus Rashford var á nýjan leik altl í öllu í leik United.
Markalaust var í hálfleik þar sem Barcelona var meira með boltann í þeim fyrri en United skapaði sér hættulegri færi.
Marcos Alonso fyrrum varnarmaður Chelsea opnaði markareikninginn og kom Barcelona yfir. Það viritist vekja gestina frá Manchester sem settu í gír.
Marcus Rashford jafnaði leikinn með fínu marki og hann átti svo stóran þátt í því þegar liðið komst yfir skömmu síðar. Rashford sólaði varnarmann Barcelona og kom boltanum fyrir þar sem Jules Kounde setti hann í eigð net.
Það var svo á 76 mínútu sem Raphinha jafnaði leikinn fyrir heimamenn með skoti fyrir utan teig sem rataði i gegnum pakkann og i netið.
Lokaniðurstaðan 2-2 en liðin mætast aftur eftir viku í Manchester.