Hjá PSG óttast stjórnendur þar að fókus eigandanna frá Katar færist yfir til Manchester United takist aðilum þar í landi að kaupa enska félagið.
Aðilar frá Katar hafa mikinn áhuga á því að kaupa Manchester United og gæti það farið að skýrast um og eftir helgi.
Aðilarnir yrðu tengdir þeim sem eiga PSG en United yrði rekið af öðrum aðilum.
Fjármunirnir kæmu þó vafalítið úr sama vasa og samkvæmt fréttum í Frakklandi óttast sumir að einbeitingin færi frekar á enska félagið. alið er að United muni seljast fyrir um 4,5 milljarða punda.
Glazer fjölskyldan sem vill selja United gefur aðilum til föstudags að leggja fram tilboð.
Bloomberg segir frá því að aðilar frá Katar muni á allra næstu dögum leggja fram tilboð í Manchester United. Jim Ratcliffe hefur látið vita að hann vilji kaupa félagið og er búist við að þessi ríkasti maður Bretlands muni leggja mikið á sig til að félagið.
Þá eru fjársýslumenn frá Bandaríkjunum sagðir skoða tilboð en aðilar hafa getað skoðað bókhald United undanfarnar vikur.