KSÍ hefur samið við RÚV um að báðir leikirnir í Meistarakeppni KSÍ verði sýndir í beinni sjónvarpssendingu á RÚV.
Um er að ræða leik á milli Íslands- og bikarmeistara.
Breiðablik varð Íslandsmeistari í karlaflokki en Víkingur bikarmeistari.
Í kvennaflokki varð Valur bæði Íslands- og bikarmeistari. Því mætir Stjarnan, sem hafnaði í öðru sæti Bestu deildarinnar, Val í Meistarakeppni KSÍ.
Meistarakeppni KSÍ (karlar)
Meistarakeppni KSÍ (konur)