Ritstjóri Doha Arabic fjölmiðilsins í Katar heldur því fram að aðilar í Katar séu búnir að festa kaup á Manchester United.
Annar fjölmiðlamaður í Katar segir stutt í að kaup aðila frá Katar á Manchester United verði staðfest.
Majedal Khulaifi er ritsjtóri Doha Arabic og skrifar hann „Man United, Katar.“
مانشستر يونايتد ، قطري
Man united, Qatari pic.twitter.com/0YZ5Uk5sHW— ماجد الخليفي (@MAJEDALKHELAIFI) February 16, 2023
Vitað er að aðilar frá Katar eru á meðal þeirra sem vilja kaupa Manchester United en lokað verður fyrir tilboð eftir morgundaginn.
Búist er við að Glazer fjölskyldan fái nokkur tilboð í United en Telegraph segir að aðilar frá Sádí Arabíu muni einnig gera tilboð.
Saudi Arabia poised to make Manchester United takeover offer.
✍️ @Tom_Morgs & @SamWallaceTel#TelegraphFootball | #MUFC
— Telegraph Football (@TeleFootball) February 16, 2023