Elías Rafn Ólafsson var allan tímann á varamannabekknum þegar FC Midtjylland heimsótti Sporting í Evrópudeildinni.
FC Midtjylland virtist vera að vinna frækinn sigur á Sporting þegar heimamenn jöfnuðu undir lok leiksins. Elías missti sæti sitt vegna meiðsla og hefur ekki tekist að vinna það til baka.
Juventus heldur áfram að vera í vandræðum en liðið gerði 1-1 jafntefli við Nantes á heimavelli í kvöld. Dusan Vlahovic skoraði mark Juventus í leiknum.
Á sama tíma slátraði Sevilla gestunum frá PSV en Bayer Leverkusen og Monaco vann 2-3 sigur á Bayer Leverkusen í Þýskalandi
Fyrr í kvöld gerðu Manchester United og Barcelona 2-2 jafntefli. Union Berlin gerða góða ferð til Amsterdam og náði markalausu jafntefli gegn Ajax.
Þá vann Salzburg sigur á Roma og Shaktar Donetsk hafði getur gegn Rennes.