Julián Araujo er við það að ganga í raðir Barcelona. Hann kemur frá Los Angeles Galaxy í Bandaríkjunum.
Hinn 21 árs gamli Araujo er hægri bakvörður sem var næstum því genginn í raðir Börsunga í janúar.
Barcelona skilaði gögnum sem til þurfti hins vegar 18 sekúndum of seint inn og fékk því leikmanninn ekki til sín á gluggadeginum.
Félagið áfrýjaði hins vegar niðurstöðu UEFA og vann. Araujo mun því ganga í raðir Börsunga eftir allt saman.
Mexíkóinn flýgur til Barcelona í dag og mun klára skiptin. Hann skrifar undir samning til 2026.
Araujo mun til að byrja með koma inn í varalið Börsunga. Hann á hins vegar góðan möguleika á að komast í aðalliðið eftir að Hector Bellerin yfirgaf félagið.