Nú þegar flautað hefur verið til hálfleiks í toppslag Arsenal og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni standa leikar jafnir, 1-1.
Fyrsta mark leiksins kom á 26. mínútu og á rætur sínar í skelfilegum mistökum Tomiyasu, hægri-bakverði Arsenal.
Tomiyasu fékk boltann úti á hægri kanti vallarhelmings Arsenal, hann á síðan arfaslaka sendingu til baka í áttina að Aaron Ramsdale, sendingu sem Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City komst inn í og kom í netið.
Atvikið má sjá hér fyrir neðan:
KEVIN DE BRUYNE GIVES MANCHESTER CITY THE LEAD OVER ARSENAL!!! WHAT A GOAL FROM KDB!!!pic.twitter.com/SedGQj7tLA
— Football Report (@FootballReprt) February 15, 2023
Það var síðan á 42. mínútu sem Anthony Taylor, dómari leiksins, benti á vítaspyrnupunktinn og dæmdi brot á Ederson, markvörð Manchester City, sem hann tali hafa brotið á Eddie Nketiah, sóknarmanni Arsenal eftir að hann skaut í átt að marki.
Það var enski landsliðsmaðurinn Bukayo Saka sem steig á vítapunktinn fyrir Arsenal og skoraði af miklu öryggi fram hjá Ederson í markinu. Staðan því 1-1 og reyndist þetta lokamark fyrri hálfleiksins.
Vítaspyrnudóminn og markið má sjá hér fyrir neðan:
Arsenal
Follow for more pic.twitter.com/dLZcK4Kp1L— AFC GOALS🎥🎞️ (@AFC_GALLERY) February 15, 2023
Bukayo Saka equalises from the spot!
Arsenal 1-1 Manchester City #ARSMCIpic.twitter.com/vixrW8HXEk
— ArsenalVideo (@arsenal_video) February 15, 2023